Tilkynning um dagskrá

Föstudaginn 16. apríl 2004, kl. 10:32:11 (6490)

2004-04-16 10:32:11# 130. lþ. 98.92 fundur 474#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 130. lþ.

[10:32]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill tilkynna að tvær utandagskrárumræður fara fram í dag, sú fyrri strax á eftir, þ.e. áður en gengið verður til dagskrár og er um álit kærunefndar jafnréttismála um skipan hæstaréttardómara og viðbrögð dómsmrh. Málshefjandi er hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir og hæstv. dómsmrh. Björn Bjarnason verður til andsvara.

Hin síðari verður að loknu hádegishléi og er um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Þar er málshefjandi hv. þm. Jón Bjarnason og hæstv. fjmrh. Geir H. Haarde verður til andsvara. Báðar þessar umræður fara fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund.