Lyfjalög

Föstudaginn 16. apríl 2004, kl. 15:59:17 (6568)

2004-04-16 15:59:17# 130. lþ. 100.2 fundur 880. mál: #A lyfjalög# (lyfjaverð og greiðsluþátttaka almannatrygginga) frv. 83/2004, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 130. lþ.

[15:59]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég tel að lyfjakortin eigi að taka á þessum vanda. Við höfum haft það sérstaklega til skoðunar að sjúklingurinn geti með skjótum hætti fengið lyfjakort ef hann þarf á dýrara lyfi að halda vegna aukaverkana. Það er ekkert hægt að draga fjöður yfir það að Samtök verslunar og þjónustu hafa mótmælt þessari breyttu skipan og dregið upp dökka mynd af afleiðingunum. En ég tel að hér sé um mjög ýkta mynd að ræða af þeim raunveruleika sem mundi verða í þessum efnum. Ég tel að lyfjakortin eigi að koma í veg fyrir að lyfjareikningur þeirra sem þurfa á þessum tilteknu lyfjum að halda hækki um mörg hundruð prósent.