Umgengni um nytjastofna sjávar

Föstudaginn 16. apríl 2004, kl. 16:50:53 (6581)

2004-04-16 16:50:53# 130. lþ. 100.3 fundur 875. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (landanir erlendis, undirmálsfiskur) frv. 65/2004, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 130. lþ.

[16:50]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Þegar lögin voru sett var þorskkvótinn 250 þús. tonn. Hann er núna 209 þús. tonn og fór niður í 186 þús. tonn. Á sama tímabili og þessi þróun hefur átt sér stað í þorskstofninum eru dagabátarnir eini hluti fiskiskipaflotans sem hefur verið að auka við sig í þorskveiðum. Segja má að það hafi legið nærri að hann hafi tvöfaldað þorskafla sinn á þessum tíma og að 97%--98% af afla dagabátanna sé þorskur. Þar af leiðandi kemur aukning á kvóta í ýsu, steinbít og ufsa flotanum afskaplega lítið við vegna þess að hann byggir aðallega á þorskveiðum. Frá því lögin voru sett hefur þessi hópur aukið afla sinn meðan aðrir hópar hafa minnkað afla sinn. Þar með tel ég að ef lögin, án þess að ég sé að taka undir röksemdafærslu hv. þm., stóðust 1999 standist þau fullkomlega í dag.