Loftferðir

Föstudaginn 23. apríl 2004, kl. 15:43:51 (6661)

2004-04-23 15:43:51# 130. lþ. 101.2 fundur 945. mál: #A loftferðir# (Montreal-samningurinn, EES-reglur o.fl.) frv. 88/2004, 946. mál: #A alþjóðasamningur um loftflutninga milli landa# frv. 52/2004, ÖS
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 130. lþ.

[15:43]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég get ekki annað en tekið undir með hv. formanni samgn. að það er mjög skrýtið að hagnaðurinn af rekstri flugstöðvarinnar skuli ekki ganga til reksturs flugvallarins og þar með samgöngumála. Ég er algjörlega sammála því. Við ræðum m.a. hvort það eigi að hækka ýmis gjöld, eins og vopnaeftirlitsgjald og önnur gjöld. Mér finnst miklu frekar að menn ættu að velta því fyrir sér hvort ekki ætti að breyta því fyrirkomulagi sem hv. formaður samgn. reifar. Við í Samf. munum sannarlega vera reiðubúin til þess að skoða þetta og eftir föngum aðstoða við breytingar á málinu.