Loftferðir

Föstudaginn 23. apríl 2004, kl. 15:59:45 (6666)

2004-04-23 15:59:45# 130. lþ. 101.2 fundur 945. mál: #A loftferðir# (Montreal-samningurinn, EES-reglur o.fl.) frv. 88/2004, 946. mál: #A alþjóðasamningur um loftflutninga milli landa# frv. 52/2004, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 130. lþ.

[15:59]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Er samstarfið á milli annars vegar samgönguráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins svo stíft um þessar mundir að stofnun sem heyrir undir utanríkisráðuneytið skipuleggur heila ráðstefnu en gætir þess vendilega að hvorki samgönguráðuneytið né undirstofnanir þess eins og Flugmálastjórn komi þar að? Mér finnst með fádæmum merkilegt að heyra þetta, herra forseti. Mig langar til þess að spyrja hæstv. samgrh., af því ég veit að hann talar hreint út úr pokanum: Finnst honum þetta eðlilegt?