Siglingastofnun Íslands

Föstudaginn 23. apríl 2004, kl. 18:08:13 (6696)

2004-04-23 18:08:13# 130. lþ. 101.12 fundur 467. mál: #A Siglingastofnun Íslands# (siglingavernd, kóðar, gjaldtaka) frv. 39/2004, ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 130. lþ.

[18:08]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Virðulegi forseti. Eins og fram kemur í nál. var ég ekki viðstödd þegar málið var afgreitt úr nefndinni, sem hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson mælti fyrir, en ég tók þátt í allri vinnslu málsins í nefndinni og tek undir með nefndarmönnum sem skrifa undir frv. og er þeim sammála og tel málið vera alveg í takt við þróun mála eins og það að birta alla kóðana á netinu. Það er geysilega kostnaðarsamt að standa í þýðingum á efninu og mjög fáir sem nýta sér það. Ég tel fullkomlega eðlilegt að standa að málum eins og lagt er til í frv.

Hv. þm. Jóhann Ársælsson skrifar undir með fyrirvara. Ég tel að hann sé á leiðinni í þinghúsið til að gera grein fyrir þeim fyrirvara sem snýr að gjaldtökuheimildinni. Ég get tekið undir afstöðu hans í því máli, en mér finnst eðlilegra að hann geri grein fyrir þeim fyrirvara sjálfur.