Fyrirætlan þingmeirihlutans um afgreiðslu mála

Mánudaginn 26. apríl 2004, kl. 15:08:20 (6721)

2004-04-26 15:08:20# 130. lþ. 102.1 fundur 497#B fyrirætlan þingmeirihlutans um afgreiðslu mála# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 130. lþ.

[15:08]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan í þessum efnum og vil jafnvel bæta því við að mér finnst eðlilegt að við beinum þeim tilmælum til hæstv. forseta þingsins að hann hugi að því hvort ekki sé ráð fljótlega að ræða um frestun á eldhúsdagsumræðum. Þó að út af fyrir sig sé hægt að láta þær eiga sér stað og draga svo þingið fer betur á því að þær séu nær þinglokunum en fjær.