Fyrirætlan ríkisstjórnarinnar í skattamálum

Mánudaginn 26. apríl 2004, kl. 15:21:35 (6733)

2004-04-26 15:21:35# 130. lþ. 102.1 fundur 499#B fyrirætlan ríkisstjórnarinnar í skattamálum# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 130. lþ.

[15:21]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég er sannfærður um að hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir, svo ágæt sem hún er, er ekki komin hingað sérstaklega til að koma mér í gott skap en ég verð að viðurkenna að hún hefur gert það. Ég hélt að ég mundi aldrei lifa þann dag að Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður mundi reka mig til skattalækkana. En svona gerast hlutirnir. (JóhS: Það er annað skattalækkanir á einstaklinga og fyrirtæki, góði minn.)

Herra forseti. Svona var hún í ríkisstjórninni líka.