Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað

Mánudaginn 26. apríl 2004, kl. 18:06:57 (6784)

2004-04-26 18:06:57# 130. lþ. 102.28 fundur 960. mál: #A Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað# (heildarlög) frv., LS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 130. lþ.

[18:06]

Lára Stefánsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir greinargóð svör. Ég fellst á það sem hann sagði í ræðu sinni áðan að um getur verið að ræða sérhæfðan texta sem er þess eðlis að það henti að hafa hann á öðru tungumáli. Í því samhengi vil ég hins vegar hvetja til að það verði skilgreint nánar og að ljóst verði hvaða tungumál eru ásættanleg í þessu samhengi og hvers konar texta er um að ræða, einungis til að fyrirbyggja að menn fari að túlka ákvæðið of frjálslega.

Varðandi persónuverndina þá er ég alveg sammála því að í blaðinu birtast viðkvæmar upplýsingar um gjaldþrot manna og annað slíkt. Ég velti því fyrir mér hvort menn þurfi ekki að takast á við það ef setja á hlutina fram í breyttu formi fremur en að láta þetta frv. breyta út af þeim birtingarreglum sem hingað til hafa gilt.

Að öðru leyti lýsi ég yfir ánægju minni með frv. hæstv. dómsmrh. og vona að það gangi í gegn eftir skoðun í viðkomandi nefnd.