Samkeppnisstofnun

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 15:34:41 (6853)

2004-04-27 15:34:41# 130. lþ. 104.6 fundur 721. mál: #A Samkeppnisstofnun# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., JBjarn
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[15:34]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Mér óar við þeim tölum sem hæstv. viðskrh. gat um varðandi fjölgun mála hjá Samkeppnisstofnun og einnig því að þörf skuli fyrir svona gríðarlega aukningu á fjármagni til hennar. Og enn er meiri þörf. Er ekki eitthvað að? Er ekki eitthvað að í þessari lagasetningu? Ég vek athygli á því að þetta hefur gerst í stjórnartíð hæstv. viðskrh. yfir þessum málum. Er ekki eitthvað að í lagasetningunni úr því málum fjölgar svo gríðarlega? Er ekki eitthvað að? Stór hluti af þessum málum snýr að einkavæðingu á almannaþjónustu, t.d. fjarskiptum og síðan er sett samskiptastofnun til höfuðs þeim. Er ekki eitthvað að? Eða ætlum við bara að breyta öllu Íslandi í eina eftirlitsstofnun? Hvað gerist ef svo fer fram sem horfir, ef við horfum á stækkun og útþenslu Samkeppnisstofnunar og þörfina fyrir aukin afskipti hennar? Erum við að breyta Íslandi í eina stóra eftirlitsstofnun í ráðherratíð hæstv. ráðherra?