Starfsskilyrði loðdýraræktar

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 15:51:47 (6860)

2004-04-27 15:51:47# 130. lþ. 104.7 fundur 763. mál: #A starfsskilyrði loðdýraræktar# fsp. (til munnl.) frá landbrh., SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[15:51]

Sigurjón Þórðarson:

Herra forseti. Mig langaði að spyrja hæstv. landbrh. í hverju verðmunurinn á fóðrinu hér og í samkeppnislöndunum liggur. Nú er ljóst að hráefnið sem fer í þessi dýr er sjaldnast nýtt í neitt annað þannig að ef það fer ekki í fóðurgerð mun þurfa að farga því og þá leggst kostnaður á þau fyrirtæki sem þurfa að losna við hráefnið. Liggur kannski munurinn í því að fyrirtæki í útlöndum sem skila hráefni frá sér í fóðurgerð greiða þá með því inn í fóðurstöðvarnar í samkeppnislöndunum? Það væri ágætt að ráðherra notaði tíma sinn í seinni ræðu sinni til að fara stuttlega yfir það mál.