Kröfur til sauðfjársláturhúsa

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 16:42:00 (6883)

2004-04-27 16:42:00# 130. lþ. 104.10 fundur 903. mál: #A kröfur til sauðfjársláturhúsa# fsp. (til munnl.) frá landbrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[16:42]

Drífa Hjartardóttir:

Virðulegi forseti. Oft hefur verið rætt um sláturhús í þessum þingsal og ég vil bara minna á að sláturhúsin hafa átt í miklum vandræðum undanfarin ár, í mörg ár, og það er því ekki af engu sem lagðar eru 170 milljónir í úreldingu sláturhúsa. Það er ekki vegna þess að þeim gangi svo vel. Það var kominn tími til að þeim yrði fækkað, það varð að fækka þeim, og núna eru þau orðin fá en þau munu í framtíðinni trúlegast verða enn færri. Það er kannski ekkert endilega það sem við viljum sjá, ég mundi vilja sjá að einhver af litlu sláturhúsunum fengju að starfa áfram. Og mjög fróðlegt verður að sjá hvernig hin nýju ríki sem eru að ganga í Evrópusambandið munu laga sig að þeim kröfum sem Evrópusambandið setur sláturhúsum.

En varðandi það sem kom fram áðan um niðurgreiðslur þá eru þær ekki til. Það eru beingreiðslur.