Stefnumótun í mjólkurframleiðslu

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 17:09:52 (6895)

2004-04-27 17:09:52# 130. lþ. 104.12 fundur 905. mál: #A stefnumótun í mjólkurframleiðslu# fsp. (til munnl.) frá landbrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[17:09]

Drífa Hjartardóttir:

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Önnu Kristínu Gunnarsdóttur að skýrslan sem fram er komin er afskaplega góð og þar koma fram miklar upplýsingar. Mjólkurframleiðslan er sterkasta grein landbúnaðarins og það er afskaplega mikilvægt að samningar nái fram að ganga núna þannig að þessi stétt geti áfram búið við þann stöðugleika sem hún hefur haft undanfarin ár. Ég tel að ríkið eigi að skapa rammann, fjárlögin og síðan eigi greinin að fá að vinna úr því sem mest og best eftir því hvað þeim þykir fara best þar. Ég tel að sá samningur sem hefur verið í gildi síðustu ár hafi verið mjög góður og að byggja eigi á honum til framtíðar og að sá samningur sem verið er að vinna núna verði til það margra ára að menn viti að hverju þeir ganga.