Símaþjónusta barnadeildar á Landspítalanum

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 18:08:37 (6920)

2004-04-27 18:08:37# 130. lþ. 104.16 fundur 707. mál: #A símaþjónusta barnadeildar á Landspítalanum# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[18:08]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Eins og fram kom í svari mínu áðan tel ég að Læknavaktin hafi sinnt þessum málum mjög vel utan venjulegs opnunartíma um nætur og helgar. Verið er að vinna að því að koma upp miðlægri símsvörun á Heilsugæslunni og að hún fái stuðning til þess þannig að hægt sé að sinna þjónustunni vel. Það er nauðsyn á því að gera það.

Málið, miðlæg símsvörun, er til skoðunar í heild en það sem liggur á borðinu núna er miðlæg símsvörun á Heilsugæslunni og á Læknavaktinni utan venjulegs afgreiðslutíma.