Menntun fótaaðgerðafræðinga

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 18:31:12 (6931)

2004-04-27 18:31:12# 130. lþ. 104.18 fundur 808. mál: #A menntun fótaaðgerðafræðinga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., Fyrirspyrjandi AKG
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[18:31]

Fyrirspyrjandi (Anna Kristín Gunnarsdóttir):

Ég þakka fyrir, herra forseti. Ég ætla ekki að vera margorð í þessari ræðu minni. Ég vil hins vegar nota tækifærið til að þakka hv. þm. Jónínu Bjartmarz fyrir undirtektir hennar við mál mitt áðan. Ég tek undir allt sem hún sagði hvort heldur það var um skólastig eða annað og ekki síst um skólastigið því að þeir fótaaðgerðafræðingar sem hér starfa hafa fengið starf sitt viðurkennt og starfsheiti eftir nám á framhaldsskólastigi og ég held að það væri ágætisbyrjun hjá okkur í það minnsta að koma því á á því stigi hvort heldur það er í ríkisskólum eða einkaskólum.