Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 14:37:19 (6958)

2004-04-28 14:37:19# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[14:37]

Menntamálaráðherra (Þorgerður K. Gunnarsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég nefndi það m.a. áðan að í Danmörku er fyrirtækjum á markaði óheimilt að eiga líka í fjölmiðlafyrirtækjum. (Gripið fram í.)

Ég ætla mér ekki að setjast í þann stól að meta hvort fjölmiðlar gæti ekki hlutleysis og komi réttum upplýsingum á framfæri og þó einhverjir aðrir hafi gert það ætla ég ekki að gera það. En þegar við erum búin að segja já við markaðsráðandi stöðu á fyrirtækjamarkaði hljóta allir skynsamir menn að sjá að mikilvægi fjölmiðla verður aldrei meira. Fjölmiðlar verða að veita fyrirtækjunum sem eru með markaðsráðandi stöðu á fyrirtækjamarkaðnum aðhald, ekki bara stjórnmálamönnunum heldur líka fyrirtækjunum í þágu almennings og þjóðarinnar.