Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 14:44:11 (6962)

2004-04-28 14:44:11# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[14:44]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Þetta er ekki skoðun tveggja þingmanna Samf. heldur almenn skoðun Samf. að það sé verulega mikið að óttast varðandi eignalega samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. (ÖS: Við höfum samkeppnislögin um þetta.) Við höfum samkeppnislög um þetta, kallar hv. þm. Össur Skarphéðinsson fram í. Það er rétt, en við höfðum ekki skýrsluna þegar þessi ummæli féllu. (Gripið fram í.) Í skýrslunni sem við erum að ræða í dag kemur fram að tæki Samkeppnisstofnunar duga skammt.