Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 14:49:48 (6966)

2004-04-28 14:49:48# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[14:49]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Skilgreiningar nefndarinnar eru skilgreiningar Evrópuráðsins um fjölbreytni ,,plurality`` í fjölmiðlum. Þar er um pólitíska og menningarlega fjölbreytni að ræða sem byggist á fjölbreytni í eignarhaldi.

Samkvæmt því sem hv. þm. var að segja áðan, talsmaður Samfylkingarinnar, er það stefna Samf. að það sé allt í lagi að við bíðum bara eftir því að fjölmiðlamarkaðurinn á Íslandi verði þannig saman settur að Ríkisútvarpið sé öðrum megin og hinum megin einn einkaaðili sem á alla ljósvakamiðlana og alla blaðaútgáfuna í landinu og það sé á einni hendi, að samkvæmt stefnu Samf. sé það allt í lagi. Staðan í dag er slæm en sú staða sem ég er nú að lýsa væri enn þá verri, en Samf. vill ekkert gera í því, ekki nokkurn skapaðan hlut, er bara með málamyndatillögur sem fjarvistarsannanir um mál sem miklu minna varðar samkvæmt því sem tilmæli Evrópusambandsins, sem Samf. vitnar þó alltaf til, segja til um.