Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 14:51:00 (6967)

2004-04-28 14:51:00# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[14:51]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Við höfum ekki áhyggjur af því að slík staða komi upp. Við nefnum sem dýrmætustu brjóstvörnina fyrir því sterkt ríkisútvarp. Sterkt ríkisútvarp er mikilvægasta brjóstvörnin fyrir því að einkaaðilar geti ekki keypt upp allan íslenska fjölmiðlamarkaðinn. Það höfum við til staðar en við verðum að gefa þeim sem eru á einkamarkaði í fjölmiðlastarfsemi færi á að ná í fjármagn þannig að þeir geti rekið tiltölulega fjölbreytta og góða fjölmiðlaflóru hér á landi. Við ætlum ekki að bíða eftir neinu en það mætti með sama hætti nota þessi rök hv. þm. um almennan fyrirtækjamarkað og segja: Ætlum við bara að bíða eftir því að markaðsráðandi fyrirtæki misnoti stöðu sína? Það er ekki bannað samkvæmt íslenskum lögum að vera með markaðsráðandi stöðu en það er bannað að misnota hana. Og það má segja að það séu sömu rök sem eigi þarna við. Við eigum ekki að að setja slíkar hömlur á atvinnustarfsemi sem getur gert það að verkum að það þrengi mjög að henni og allra síst á fjölmiðlamarkaðnum nema nauðsyn krefji og nauðsyn krefur ekki.