Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 15:04:27 (6972)

2004-04-28 15:04:27# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[15:04]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það hefur kannski farið fram hjá hv. þm. að sá er hér stóð kom einmitt sérstaklega inn á atvinnuöryggi þeirra starfsmanna sem starfa á íslenskum fjölmiðlum í ræðu sinni. Ég vil vekja athygli hv. þm. á því þegar fjallað er um þá hlið málsins að sá samruni sem átti sér stað á fjölmiðlamarkaði, sem hefur orðið mönnum umtalsefni í dag, varð fyrir við getum sagt nokkrum vikum síðan, í janúar, hæstv. forseti, ef ég man rétt. Og er verið að tala um það að lagasetning nú kippi gjörsamlega fótunum undan öllum þeim rekstri? Það er sérkennilegt. Það er líka sérkennilegt að sú staða komi upp eftir að ríkisstjórnin ákvað að setja af stað sérstaka vinnu til þess að kanna eignarhald á íslenskum fjölmiðlamarkaði.