Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 16:28:50 (6994)

2004-04-28 16:28:50# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[16:28]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég heyrði að hv. þm. var sammála þeirri leiðréttingu sem ég kom hér á framfæri varðandi skipan þessarar nefndar. Það var eingöngu til að leiðrétta málflutninginn.

Um það sem fjallað er um í skýrslunni varðandi eignarhaldið var lítils háttar umfjöllun og byggðist, eftir því sem ég kemst næst, ekki á miklum rannsóknum. Það sem fjallað er um í skýrslunni sem rædd er hér í dag byggir m.a. á samþykkt ráðherraráðs Evrópuráðsins. Það er töluvert mikill munur á bakgrunni þessara texta.