Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 18:56:31 (7027)

2004-04-28 18:56:31# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[18:56]

Dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér hefur verið alveg ólíkt kerfi varðandi annars vegar ljósvakamiðla og hins vegar dagblöð. Varðandi ljósvakamiðlana erum við í umhverfi þar sem hið opinbera veitir leyfi en ekki varðandi dagblaðamarkað. Á því er tekið í lagafrv. að verið er að breyta útvarpslögunum. Við höfum ekki sambærileg lög um dagblöð. Er hv. þm. að segja að við ættum að setja sambærilega löggjöf um dagblaðastarfsemi og við höfum um útvarpsstarfsemi? (MÁ: Þú ert að því.) Ég er ekki að segja það. Ég er að segja að frv. er byggt á skýrslunni og lýtur að eignarhaldi á fjölmiðlum og ég spyr enn: Hvers vegna er Samf. svona mikið á móti því að litið sé á þennan þátt? Hvers vegna vill Samf. bara fara í fjölmiðlana og setja löggjöf um starfsmennina og samskipti þeirra við eigendurna?