Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 21:45:27 (7052)

2004-04-28 21:45:27# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[21:45]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Alþingi hefur ekki veitt heimild til að taka á dagskrá frv. sem dreift var í dag. Það verður rætt eftir nokkra daga og ég mun þá að sjálfsögðu taka afstöðu til þess hvernig það er lagt fram. Hins vegar hefur komið fram að frv. var samþykkt án mótatkvæða í þingflokkum stjórnarflokkanna þannig að það segir nokkuð um afstöðu mína til þess án þess að ég vilji ræða hana beint hérna.

Ég sagði að það gæti verið nauðsynlegt að grípa inn í atvinnulífið. Við gerum það t.d. hjá lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og við grípum nokkru víðar inn í atvinnulífið vegna þess að það er talið nauðsynlegt.