Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 21:46:12 (7053)

2004-04-28 21:46:12# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[21:46]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Hvað hefur þá breyst í afstöðu hv. þingmanns síðan hér í þessum sal þann 4. mars 2004? Þá sagði hann, með leyfi forseta:

,,Ég held því fram að eignarhald á fjölmiðlum sé ekkert meira samþjappað í dag en það var fyrir svona 15 árum, þ.e. áður en það var gefið frjálst.``

Og hann segir síðan síðar:

,,Við erum með tæki til að koma í veg fyrir þvílíkt og eigum ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því sérstaklega.``

Þetta segir hv. þm. hér 4. mars 2004. Ég hlýt að spyrja hann ef hann getur hugsað sér að styðja þessi sem hann kallar nauðsynleg afskipti af atvinnulífinu, að banna með öllu markaðsráðandi fyrirtækjum að fjárfesta í ljósvakamiðlum, og ég er ekki að tala um ráðandi hlut, hv. þingmaður: Hvað hefur breyst frá 4. mars? (Gripið fram í: Það er ýmislegt.)