Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 21:53:59 (7062)

2004-04-28 21:53:59# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[21:53]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Það hefur komið fram í umræðunni í dag að nefndin bendir á margar leiðir til lausnar. Það er okkar stjórnmálamannanna að velja úr þeim leiðum í samræmi við lífsskoðun okkar og hvernig við teljum best að þessu staðið þannig að sem minnstur skaði hljótist af. Ég er ekkert að segja að ég taki undir allt sem nefndin segir. Ég tek t.d. ekki undir að það eigi að styrkja RÚV hvað sem það kostar, og eins mikið og það kostar. Við erum að fjalla um málið í nefndinni og við getum haft ýmsar skoðanir á þeim leiðum sem nefndin leggur til og ég tek ekki undir þær allar, ekki án þess að ræða það mjög ítarlega.