Útlendingar

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 15:02:04 (7171)

2004-04-29 15:02:04# 130. lþ. 106.1 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, GÖg (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[15:02]

Guðrún Ögmundsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Með því að hafa það til staðar er möguleiki á slíku inngripi. Bara svo því sé haldið til haga.

Ég vil hafa slík ákvæði í lögunum, það er gegnsærra. Einungis reglugerðin með útlendingalögunum er 116 greinar. Hún er með helmingi fleiri greinar en lögin sjálf. Það gerir að verkum að lögin verða ógegnsæ. Þegar um slík ákvæði er að ræða sem geta valdið titringi, ágreiningi og öllu mögulegu á að hafa þau sem gegnsæjust og uppi á borðinu. Það er farsælla. Þá veit fólk miklu frekar hvar það stendur. Reglugerðin er kannski ekki á færi allra að vera alltaf að glugga í. Lögin eiga að vera skýr og afdráttarlaus.