Útlendingar

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 16:28:58 (7190)

2004-04-29 16:28:58# 130. lþ. 106.1 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[16:28]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst það miður að þegar maður kemur í ræðustól og spyr spurninga er málinu er drepið á dreif.

Mér líkar heldur ekki þegar menn tala um innflutning. Það vill þannig til að ég var á fundi þar sem fjallað var um að við á Norðurlöndum þyrftum í raun að vonast eftir að fólk langaði að koma og búa með okkur, einmitt út af breytingum. Nú er allt annar barnafjöldi í fjölskyldum en var þegar ég var að alast upp. Þetta eru breytingar sem eiga sér stað. Ég er að tala fyrir því að fólk finni að það sé mjög jákvætt að koma til landsins og því sé tekið með virðingu og í sátt. Ég er einmitt ekki að tala um að flytja inn fólk. Það á einmitt ekki að sýna þessu fólki að það fái náðarsamlegast að fá að koma til landsins við tilteknar aðstæður. Það var inntakið í orðum mínum.

Hins vegar spurði ég þingmanninn hvort lesa mætti fyrirvarann þannig að hún mundi ekki styðja 24 og 66 ára regluna. Ég fagnaði mjög ræðu hennar.