Útlendingar

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 16:35:42 (7195)

2004-04-29 16:35:42# 130. lþ. 106.1 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[16:35]

Jónína Bjartmarz (andsvar):

Frú forseti. Ég skil eiginlega ekki að hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson ætlist til þess að ég svari fyrir afstöðu annarra þingmanna í flokknum og bendi á að í ágætum flokki hv. þm., Samf., fara atkvæði út og suður í ýmsum málum. Ég get ekki svarað hver afstaða samflokksmanna minna er í málinu og ekki eðlilegt einu sinni að þingmaðurinn spyrji. Þetta er ekki pólitískt mál að mínu mati. (ÁÓÁ: Styðurðu brtt.?) Útlendingalöggjöfin er ekki flokkspólitískt mál. (ÁÓÁ: Styðurðu brtt.?)