PM fyrir SF og GII fyrir SP

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 19:36:28 (7222)

2004-04-29 19:36:28# 130. lþ. 106.98 fundur 518#B PM fyrir SF og GII fyrir SP#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[19:36]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá formanni þingflokks framsóknarmanna, Hjálmari Árnasyni, dags. 29. apríl 2004:

,,Þar sem Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, 5. þm. Suðvesturkjördæmis, er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að varamaður hennar á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, Páll Magnússon, taki sæti hennar á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna.``

Páll Magnússon hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.

Þá hefur borist svohljóðandi bréf frá þingflokksformanni Sjálfstfl., Einari K. Guðfinnssyni, dags. 29. apríl 2004:

,,Þar sem Sólveig Pétursdóttir, 5. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Guðrún Inga Ingólfsdóttir hagfræðingur, Reykjavík, taki sæti hennar á Alþingi á meðan en 1. varamaður á listanum situr nú á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.``

Kjörbréf Guðrúnar Ingu Ingólfsdóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.