Siglingavernd

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 19:51:23 (7227)

2004-04-29 19:51:23# 130. lþ. 106.12 fundur 569. mál: #A siglingavernd# frv. 50/2004, HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[19:51]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir svörin svo langt sem þau ná. Ég ítreka þó spurninguna til formanns samgn.: Hvers vegna er ekki tollgæsluyfirvöldum eða lögregluyfirvöldum falið þetta hlutverk fremur en höfnunum? Ekki eru flugvöllunum faldar þessar skyldur þegar fólk kemur þá leiðina inn í landið. Það er einkennilegt að annað eigi að gilda um farþega skemmtiferðaskipa en farþegaflugvéla til að mynda.