Siglingavernd

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 19:52:01 (7228)

2004-04-29 19:52:01# 130. lþ. 106.12 fundur 569. mál: #A siglingavernd# frv. 50/2004, Frsm. GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[19:52]

Frsm. samgn. (Guðmundur Hallvarðsson) (andsvar):

Herra forseti. Um þessi atriði var einmitt mikið rætt í tengslum við kostnaðinn sem af þessu hlýst og öryggis\-ákvæði er varða hafnirnar. Þá kom greinilega í ljós, jafnvel þótt þessi nefnd hafi unnið mjög gott starf varðandi siglingaverndina þar sem komu að bæði lögregla, tollgæsla og fleiri aðilar, að það var eindregin afstaða tollgæslunnar að það væri ekki í hennar verkahring að leita á fólki á leið um borð í skip. Tollgæslan ætti að gæta tollverndar og gæta að tollmúrum og það gerðist ekki nema þegar skip kæmu frá útlöndum og t.d. áhöfn kæmi í land, áhöfn flutningaskips.

Einnig var bent á að tollgæslan hefði engar sérstakar tekjur af þessari starfsemi. Því var talið eðlilegt þar sem hafnirnar gætu sjálfar lagt á öryggisgjald væri það í verkahring hafnanna að sjá um þá framkvæmd.