Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 21:36:52 (7249)

2004-04-29 21:36:52# 130. lþ. 106.13 fundur 786. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (afnám gjalda) frv. 51/2004, Frsm. meiri hluta GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[21:36]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Viðmiðunartímabil við útreikninga á veiðigjaldinu er 30. apríl, í dag er 29. apríl. Það er því ekki möguleiki að komnar séu einhverjar tölur þó menn hafi beðið um einhverjar áætlaðar tölur. Það er líka ljóst að það er mjög erfitt að fara að reikna þetta beint út. Þetta er afkomutengt, þ.e. aflaverðmæti að frádregnum olíu-, launa- og rekstrarkostnaði, og það þarf að vinna töluvert í þessu og mjög misjafnt árferði hjá fyrirtækjum. Gengisþróun hefur ekki verið nógu hagstæð að mínu mati í dag og hefur áhrif á afurðasölu. Vaxtaþróun er misjöfn þannig að tekjur eru örugglega rokkandi á milli ára og því misjafnt hvernig gengur í atvinnugreininni. En viðmiðunartímabilið er ekki komið. Það gerist á morgun, 30. apríl, í dag er 29. apríl.