Innköllun varamanna

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 22:40:04 (7256)

2004-04-29 22:40:04# 130. lþ. 106.94 fundur 514#B innköllun varamanna# (um fundarstjórn), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[22:40]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Það velkist enginn í vafa um það að stjórnarmeirihlutinn á þingi stendur mjög tæpt í ýmsum málum, t.d. með frv. um útlendinga sem hefur verið til umræðu í þinginu. Að auki eru mörg önnur mál sem miklar deilur standa um, t.d. fjölmiðlamálið og frv. um réttindi og skyldur þar sem á að hafa réttindi af starfsmönnum hins opinbera hjá ríki og sveitarfélögum. Það eru miklar deilur um það innan ríkisstjórnarflokkanna. Það er vitað mál og óljóst hvort það fer í gegnum þingið.

Hv. þm. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstfl., spyr hvort ekki sé eðlilegt að þingviljinn komi fram. Hann fullyrðir að það sé meiri hluti fyrir þessu frv. og þeim frv. sem ríkisstjórnin stendur að á Alþingi og það sé eðlilegt að sá vilji komi fram. Jú, en samkvæmt þeim reglum og þeim lögum sem við búum við. Annað er misbeiting á pólitísku valdi og það er það sem stjórnarandstaðan gagnrýnir.