Útlendingar

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 22:59:42 (7265)

2004-04-29 22:59:42# 130. lþ. 106.1 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, ÁÓÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[22:59]

Ágúst Ólafur Ágústsson:

Herra forseti. Við leggjumst gegn því að sönnunarbyrðinni sé snúið við á einstaklinga sem eru giftir útlendingum en umrætt lagaákvæði snýst um það. Það er ekki rétt að einstaklingur þurfi að sanna að hann sé ekki í málamyndahjónabandi, það er stofnunarinnar sem setur fram þær ásakanir. Hún á að þurfa að sanna þær. Ég segi því nei.