Útlendingar

Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 23:06:27 (7266)

2004-04-29 23:06:27# 130. lþ. 106.1 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, GÖg (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 130. lþ.

[23:06]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Virðulegur forseti. Ákvæði sem verið er að greiða atkvæði um hér og nú er umdeildasta ákvæðið í frv. og það er um DNA-sýnin. Ungliðar allra stjórnmálaflokka hafa að sjálfsögðu mótmælt þessu. Hér er verið að gefa Útlendingastofnun allt of mikið vald. Þetta er einungis réttlætanlegt ef það er ósk viðkomandi að gefa slíkt sýni. Það verður fróðlegt að sjá hvernig atkvæðin falla hér nú. Ég segi nei.