Útlendingar

Föstudaginn 30. apríl 2004, kl. 12:36:47 (7292)

2004-04-30 12:36:47# 130. lþ. 107.1 fundur 749. mál: #A útlendingar# (aðlögunarheimildir stækkunarsamnings ESB og EES o.fl.) frv. 20/2004, ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 130. lþ.

[12:36]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég geri mér fulla grein fyrir því hvaða reglur hafa gilt hér á undanförnum árum og að þær hafa verið rýmri en annars staðar á Norðurlöndunum. Ég geri mér fulla grein fyrir því, hæstv. forseti. Það hvað gildir í Danmörku, Noregi eða Svíþjóð hefur ekkert með afstöðu mína að gera. Ég tel að þær reglur sem gilt hafa um sameiningu fjölskyldna þannig að nánustu aðstandendur geti komið hingað og fengið dvalarleyfi á grundvelli sameiningar fjölskyldna --- við erum að tala um það --- séu reglur sem við eigum að hafa vegna þess að þær eru mannúðlegar og endurspegla skilning á aðstæðum fólks. Þær eru góðar, þær eru íslenskar og við eigum að hafa þær, hæstv. forseti.