Afgreiðsla mála úr nefndum

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 15:35:31 (7346)

2004-05-03 15:35:31# 130. lþ. 108.94 fundur 527#B afgreiðsla mála úr nefndum# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[15:35]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil minna hv. þm. á að hann kom að máli við mig með öðrum þingflokksformönnum og óskaði sérstaklega eftir því að fundur yrði haldinn í nefndinni til þess að tækifæri gæfist til að kalla menn á ný fyrir nefndina og við því var orðið. Og að vera síðan að halda því fram að hér séu ólýðræðisleg vinnubrögð er fyrir neðan allar hellur.