Afbrigði

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 15:49:05 (7353)

2004-05-03 15:49:05# 130. lþ. 108.96 fundur 529#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), forsrh. (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[15:49]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál er út af fyrir sig ekki lagt fram til kynningar, það er lagt fram til afgreiðslu eins og oftast er með stjórnarfrumvörp. Það fer hins vegar eftir þingheimi hvort það verður afgreitt. Menn hafa kallað eftir því að mega eiga umræður um mál af þessu tagi. Svo er það þingsins að ákveða hver niðurstaðan verður.

Hins vegar er mér sagt að þess séu engin dæmi í þingsögum að menn hafi neitað mönnum um afbrigði vegna 1. apríl frestsins. Það er eitthvað óskaplega mikið í húfi hjá sumum þingmönnum ef þeir ætla nú að reyna að neita mönnum um slík afbrigði. Það hefur aldrei gerst í þingsögunni fyrr.