Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 16:24:50 (7371)

2004-05-03 16:24:50# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[16:24]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Nei, herra forseti, ég sé það ekki, enda er gert ráð fyrir því að rekstur netmiðils sé eðlilegur hluti af rekstri fjölmiðils, eins og ég gat um áðan.

Hv. þm. nefndi að þeir í Frjálsl. væru tilbúnir til þess að ræða málið eins og þáltill. segir fyrir um en ekki að setja lög. En þeir segja, með leyfi forseta, ,,hvort ástæða sé til að takmarka sérstaklega möguleika aðila til eignarhalds á fjölmiðlum``.

Hvernig ætla menn að gera það án þess að setja lög? (Gripið fram í: Tala um það.) Ætla menn bara að tala um það? Þá verða menn a.m.k. að mæta á ráðstefnur og fundi ef þeir ætla að tala um það.