Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 16:26:40 (7373)

2004-05-03 16:26:40# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[16:26]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Við tökum okkur þann tíma sem við viljum og ef þingmenn þurfa mikinn tíma í vor þá tökum við hann. Það mælir ekkert á móti því. Ég tel að hv. þm. eigi ekki að reyna að fela sig og afstöðu sína með því að vísa til þess að betra sé að gera þetta á einhverjum öðrum tíma en núna. Nú er vandamálið fyrir framan okkur, nú liggur frv. fyrir, skýrt, augljóst og einfalt. Það ber allan keim af því að taka nákvæmlega mið af þeirri þáltill. sem formaður Frjálsl. flutti.

Ef þið ætlið ekki að styðja frv. þrátt fyrir það skuldið þið bæði okkur og þjóðinni skýringu á því hvers vegna þið hafið svona snúist.