Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 16:30:03 (7377)

2004-05-03 16:30:03# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[16:30]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Mér er nú reyndar sagt að fjármálastofnun taki aldrei veð í eigin hlutabréfum fyrirtækis. En þess utan kemur fram í frv. að fyrirtæki hafa við slíkar aðstæður sex mánuði til að laga stöðu sem þannig er upp komin. Ef einhverjir hlutir ganga til lánastofnana ... (Gripið fram í.) Nei, hv. þm. hefur ekki lesið frv. Það er tveggja ára almennur frestur en síðan er sex mánaða frestur við tilteknum atvikum sem upp kunna að koma sem menn hafa til að lagfæra slík atriði sem hv. þm. er nákvæmlega að vísa til. Ég hygg að ef þingmaðurinn les frv. sjái hann að gert er ráð fyrir þessu.