Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 17:33:57 (7390)

2004-05-03 17:33:57# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[17:33]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Ég verð að viðurkenna að ég er engu nær en hv. þm. Sigurjón Þórðarson um hver rökin að baki afstöðu hæstv. heilbrrh. eru í málinu nema þau að hann er hér eins og heillum horfinn, sá ágæti maður, einhvers staðar aftarlega í þeirri lest sem nú hefur verið hnýtt saman frá tagli til kjafts og gengur á eftir hæstv. forsrh. í þinginu. En ég vil spyrja hann nákvæmlega út í frv. sem hann styður af einhverjum ástæðum. Hvernig líst honum, sem gömlum ritstjóra, á það inngrip í prentfrelsið sem felst í því að sett eru sérstök takmörk við eignarhaldi í dagblöðum, þau að það ekki megi fara saman við eignarhald í ljósvakanum? Hvernig finnst honum það og hvernig rökstyður hann sjálfur í stuttu máli það ákvæði í frv. hæstv. forsrh.?