Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 17:40:32 (7397)

2004-05-03 17:40:32# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[17:40]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel það algera oftúlkun að hér sé um frelsisskerðingu að ræða. Hér er ekki verið að skerða málfrelsi. Hér er ekki verið að leggja hömlur á skoðanaskipti í landinu. Hér er verið að sporna við samþjöppun í eignarhaldi á fjölmiðlum sem á að vera til að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlun í landinu. Ég tel því að þarna sé um oftúlkun að ræða. Auðvitað munum við innan Framsfl. ræða málin af fullri hreinskilni og skiptast á skoðunum um þau og ég veit að þá leiðréttist þessi misskilningur, ef svo má segja, og menn fara að túlka þetta eins og efni standa til.