Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 17:41:45 (7398)

2004-05-03 17:41:45# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[17:41]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tók eftir því að hæstv. ráðherra orðaði það svo að hann vonaðist til að þau fyrirtæki sem væru á fjölmiðlamarkaði gætu lagað sig að þeim lögum sem hér á að setja. Nú liggur það fyrir í frv. að fyrirtæki sem lenda í þeirri stöðu sem komið getur upp að fyrirtæki í fjölmiðlarekstri fari á höfuðið og bankar sem ættu hugsanlega veð í fyrirtækinu þyrftu þá að taka það yfir. Hvernig sér hæstv. ráðherra fyrir sér að hægt sé að leysa úr slíkum málum á 60 dögum eins og talað er um í frv.? Sýnist hæstv. ráðherra að nokkur banki láti sér detta í hug að lána fyrirtækjum í fjölmiðlarekstri hafandi svo þrönga stöðu til að leysa úr vandamálum sem upp kæmu síðar? Telur hæstv. ráðherra að t.d. Norðurljósum hefði verið bjargað á 60 dögum frá gjaldþroti eða yfir til annarra eigenda? Er hæstv. ráðherra sannfærður um að fyrirtæki í fjölmiðlarekstri geti lagað sig að frv.?