Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 18:08:37 (7409)

2004-05-03 18:08:37# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[18:08]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi fyrri hluta spurningar hv. þm. vil ég bara geta þess að þeir sem áttu sæti í nefndinni voru Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildarstjóri kennaradeildar Háskólans á Akureyri, Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður og lektor við lagadeild Háskóla Íslands, og Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsfl.

Það eru ekki pólitískir aðilar í nefndinni, ekki stjórnmálamenn. Ég lít því svo á að þeir aðilar sem komu að skýrslunni séu með mjög breiðan og góðan grundvöll til þess að skoða slík mál. Það hefur verið gert og skýrslan er afar góð og hefur verið rædd hér ítarlega og fengið mjög góða umfjöllun í samfélaginu.