Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 20:42:51 (7433)

2004-05-03 20:42:51# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[20:42]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Frú forseti. Það er engu líkara en að hv. þm. Mörður Árnason hafi ekki áttað sig á því að frv. lýtur að eignarhaldi. Það er eins og hv. þm. hafi ekki kynnt sér það sem Evrópuráðið beinir til aðildarríkja sinna og eins og hv. þm. hafi ekki fylgst með því sem verið er að gera í öllum ríkjum hins vestræna heims a.m.k., þar sem verið er að takmarka eignaraðild á fjölmiðlum.

Hvers vegna eignarhaldið sem útgangspunktur? Vegna þess að eignarhaldið og starfsemin eru náskyld. Sá sem á fjölmiðil hefur ógnartak á fjölmiðlinum. Það er reynsla flestra þjóða og þess vegna grípa þjóðir til þess að takmarka eignaraðild til þess að hún verði dreifð og fleiri sjónarmið en eins aðila komist að. Það er grundvöllur málsins. Ég hélt að hv. þm. væri búinn að gera sér grein fyrir því.