Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 20:49:37 (7439)

2004-05-03 20:49:37# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[20:49]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Ég hygg að um sé að ræða misskilning hjá hv. þm. Hér er ekki farið fram í fljótræði, eins og margsinnis hefur komið fram. Frumvarpið byggir á mjög vel ígrundaðri skýrslu og ég trúi ekki öðru en að hv. þm. hafi lesið hana. Hún hefur fengið góða umfjöllun, er afskaplega fagleg. Hún vísar í samþykktir alþjóðasamfélagsins, til þróunarinnar á fjölmiðlamarkaði hér og erlendis og þá held ég að hv. þm. sjái að við erum ekki á leiðinni út í fúafen heldur erum við á þeirri braut að vilja verja íslenska fjölmiðlun og lýðræðisumræðu í íslensku samfélagi.

Ef hv. þm. er þeirrar skoðunar að það sé leið í fúafen þá er það væntanlega vegna þess að hann hefur ekki áhyggjur af stöðu fjölmiðlanna. Honum finnst þá eðlilegt að hér sé fákeppni ríkjandi á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Um það erum við hv. þm. einfaldlega ósammála. Ég trúi á að þar eigi að vera dreifð eignaraðild. (MÞH: Ekki gera mér upp skoðanir.)