Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 20:50:50 (7440)

2004-05-03 20:50:50# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[20:50]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Það kom fram í máli hv. þm. að hann hefði miklar áhyggjur af samþjöppun og hlutleysi fjölmiðla. Í framhaldi af því langaði mig að spyrja hv. þm. hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að nú hefði sami flokkur, Sjálfstfl., farið með stjórn í menntmrn. í 18 af rúmum 20 árum og þar með haft talsverð áhrif á sjónvarpið. Mig langaði að spyrja hann hvort hann teldi að þetta gæti haft áhrif á hlutleysi ríkissjónvarpsins.

Í framhaldi af því, vegna þess að hann hafði miklar áhyggjur af fákeppni, væri fróðlegt að vita hvort hann telur að Stöð 2 og Sýn hafi markaðsráðandi stöðu.