Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 20:51:52 (7441)

2004-05-03 20:51:52# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[20:51]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Frú forseti. Ég er ekki alveg viss um að ég hafi skilið þessa spurningu. Hér er annars vegar borin saman fákeppni á hinum frjálsa markaði og hins vegar stjórnskipun, lýðræðislegar kosningar o.s.frv.

Hv. þm. talar um að Sjálfstfl. hafi setið um hríð í menntmrn. Mér finnst hann gera afskaplega lítið úr starfsfólki Ríkisútvarpsins, miðað við þær ályktanir sem hann dregur af því. Hins vegar er ólíku saman að jafna. Annars vegar eru lýðræðislegar kosningar þar sem eru úrslit sem ber að virða. Sjálfstfl. var með 33% fylgi, svo að ég rifji það upp fyrir hv. þm., og Framsfl. því miður ekki með nema um 17%. Við getum hins vegar ekki fjallað um fákeppni á atvinnumarkaði og borið saman við kosningar til Alþingis Íslendinga. Ég skil ekki á hvaða leið hv. þm. er.