Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 21:51:57 (7459)

2004-05-03 21:51:57# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[21:51]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort þessi hv. þm. hefur lesið það viðtal sem er við forstjóra Baugs í Viðskiptablaðinu (Gripið fram í.) 30. apríl. Hann segir einmitt hér, með leyfi forseta:

,,Ég held að það sé ekkert endilega hollt að menn eigi meiri hluta í fjölmiðlum, þ.e. fjölmiðlum sem eiga fréttastofur.``

Það kemur því alveg skýrt fram hér að forstjórinn gerir sér grein fyrir því að völd sömu samsteypunnar mega ekki verða of mikil í fjölmiðlum, sérstaklega ef þeir reka fréttastofur. Hann hefur sína mælistiku á það hvar mörkin liggi. Ég hef aðra mælistiku en hann. En hann viðurkennir að þessi hætta sé fyrir hendi. (Gripið fram í: En hvað með sama flokkinn?)